Ég er 17 ára unglingur og brátt fer að líða að því að ég fæ kosningarétt og get látið mitt athvæði skipta máli. Ég hef rosalega lítið verið að fylgjast með því hvaða flokkar eru hvar og hverjar stefnur þeirra er… það virðist sem þessi tengill sem er undir stjónmálaflokkar og heitir “Hvar stendur þú” sé óvirkur. En það er einmitt spurningin sem ég er að leita svari að, hvaða flokki tilheyri ég.

Þessvegna langar mig að fá að vita hvort þessi vefur afstada.net sé til einhverstaðar annars staðar en ef svo er ekki, hvort einhver væri til í að skrifa HLUTLAUSA grein um alla flokkanna og útskýra stefnur þeirra. Ég tel að það sé bráðnauðsynlegt fyrir okkur unga fólkið að geta fræðst um þetta án þess að það sé verið að láta einhvern einn flokk standa upp úr.
þetta geri ég til að fylla út plássið þegar ég er að komenta.