Það er nokkuð ljóst að lagasetningin varðandi fjölmiðla er tilkomin vegna andúðar Davíðs á Norðurljósum og fyrirtækjum tengdum Jóni Ásgeiri.

Það er með ólíkindum að lýðræðið virki með þeim hætti að ágirnd Halldórs Ásgrímssonar annars vegar í forsætisráðherrastól, og hins vegar að vanstilling geðsmuna annars aðila skuli vera lykilatriði í lagasetningu á Alþingi íslendinga.