Siv Friðleifsdóttir nýkjörinn ritari Framsóknarflokksins þykist nú vera orðinn einhver stór eftir kjörið. Hún blaðrar í viðtali í útvarpinu um að Vinstri grænir eiga ekkert erindi í íslenska pólitík. Hvað meinar hún eiginlega, eru það ekki kjósendur sem sýna það í skoðanakönnunum að Framsókn eigi ekki lengur neitt erindi í pólitíkina.
Mér finnst það rosalega pirrandi þegar stjórnmálamenn eru að gera lítið úr vilja fjölda fólks um að það muni frekar kjósa Vinstri græna í dag heldur en Framsókn.
Fólk er ekki fífl sem stjórnmálamenn geta tekið ákvarðanir fyrir.