Mig langar að deila með ykkur slúðri sem ég var að heyra frá vinkonu minni, sem heyrði þetta í tíma í stjórnmálafræði í HÍ. Slúðrið er á þá leið að þegar Bush var að ákveða að ráðast á Írak og til að reyna að sannfæra þjóðir heimsins um mikilvægi þess fundaði hann með leiðtogum helstu þjóða sem hann vildi fá á sitt band, og einn af þeim var að sjálfssögðu Jaques Chirac. Chirac var einstaklega skeptískur á þetta eins og við vitum og Bush var með mikinn áróður um það hvað árásin væri mikilvæg, hvað hún myndi frelsa írösku þjóðina, hvað Saddam væri vondur og svona, en Chirac færðist undan. Þegar Bush var búinn að reyna allt þetta spurði hann: “En hvað með Gogo Mago??”
Chirac vissi ekkert hvað hann var að tala um og klóraði sér lengi í hausnum yfir þessu eftir fundinn við Bush. Hann spurði ýmsa en enginn kannaðist við það, fyrr en einhver kom og greindi frá kristnum sértrúarhópi sem trúir á heimsendi. Heimsendirinn samkvæmt þeim verður á þá leið að hópur/þjóð að nafni Gogo Mago frá Babýlón ræðst inn í Ísrael, og heimsendir verður, og Ísraelar verða að snúast til kristinnar trúar til að varnast því. En Babýlón var einmitt þar sem Írak er núna, og vitað er að Bush var óreglumaður á árum áður og varð síðan edrú með hjálp einhvers sértrúarhóps.
Þetta er eins og ég segi bara slúður og ég hef engar öruggar heimildir fyrir þessu. Þar fyrir utan hefur sagan ef til vill afbakast eitthvað í munnmælum og þess vegna sendi ég þetta sem kork en ekki grein. Er kannski einhver sem getur/vill leiðrétta mig á einhvern hátt?