Ég var að velta því fyrir mér eftir umræður um lögleiðingu á vændi, fíkniefnum og fleira hvort við séum að sigla inn í eitthvað lögreglusamfélag án þess að átta okkur á því ? Þar sem allt of mörg lög gilda um hverja einustu hegðun fólks.

Ég er ekki á móti lögum almennt en ég er á móti því að það sé stjórnað hegðun fólks allt of mikið með lögum, tel að það sé í lagi að fólk fordæmi hluti eftir eigin siðferði en að það sé óþarfi að setja hvert einasta smáatriði í lög.

Auðvitað skilur maður lög eins og það má ekki nauðga, ekki keyra of hratt, ekki myrða og svoleiðis lög. En þegar við erum komin út í lög eins og t.d. hvort það sé leyfilegt að bera trúarmerki á almenningsstöðum eins og skólum eða hvort þú megir reykja hass heima hjá þér að þá erum við komin út í mikla öfga að mínu mati.

Ég trúi því að á næstu árum eigi þetta að versna, en að svo þegar fólk fær nóg í framtíðinni að þá verði bylting. Ég yrði ekki hissa ef að fólk eftir 100 ár myndu hafa mikið meira frelsi og lýta niður á okkur fyrir það þjóðfélag sem við höfum í dag.

Alveg eins og okkur finnst það vera öfgar þegar það var bannað samkynhneigð eða að kyssast á almannafæri og svipað, þá held ég að framtíðarkynslóðir muni lýta niður á okkur fyrir fíkniefnastríðin okkar og fleiri kjánaverk.

Og ef maður er kominn með þúsundir af lögum, eiga þá allir að kunna þau ? Við erum komin með svo mörg lög að það skeður oft að fólk sé að brjóta lög án þess að átta sig á því.

P.s. ekki breyta þessu í nýja “kanabis” umræðu, vil fá umræðu almennt um hversu mikið af lögum eiga að gilda almennt í samfélaginu okkar.<br><br>______________________________________________________________________________________________

<b>Fairy power!</