nú er svo komið að á næstu árum hverfur líklega bandaríski herinn frá keflavík og spurningin er, hvað tekur við?
forsendurnar sem valda eftirsókn íslenska ríkisins í erlent setulið eru fyrst og fremst atvinnumál á Reykjanesi en ekki þörfin fyrir hervernd.
en nú þegar það blasir við að bandaríski herinn muni færi sig um set er rétt að spyrja sig, þurfum við hervernd? hver er tilgangur hersetuliðsins annar en sá að veita atvinnu? og hver myndi koma í staðinn eftir bandaríkjamenn ef þjóðin ákveddi að hún þyrfti á herliði að halda?
möguleikarnir eru fyrst og fremst 2, nato eða séríslenskur her.
íslenskur her er varla raunhæfur möguleiki vegna mikils kostnaðar, og viljum við virkilega draga herstyrk úr nato frá svæðum sem þarfnast hans meir.
nú væri gott að vita hvað öðrum finnst…..