Helgi Hjörvar á fáa og stutta spretti. Í þessum pistli sínum virðist hann hafa hitt nokkuð vel á sprettinn.

Það er með ólíkindum þessi hugmynd þeirra heimdellinga að gefa þeim fisk. Lokaorð helga í greinninni um það að heimdellingar hafi einmitt skapað kostnað ferkar en að draga úr honum er einmitt mjög lýsandi fyrir margar af þessum skammsýnu hugmyndum þeirra félgaga.

=========================
<blockquote>Það var ekki annað hægt en að vorkenna ungum Sjálfstæðismönnum þegar þeir gengu á fund okkar í fjárlaganefnd á fimmtudaginn var. Þeir hafa greinilega gefist upp á að benda sínum eigin fjármálaráðherra, Geir Haarde, á sparnaðarleiðir í ríkisrekstri og snéru sér nú til Magnúsar Stefánssonar þingmanns Framsóknar og mín um að skera niður útgjaldaaustur eigin ráðherra. Svo úrkula vonar voru þeir vegna frammistöðu eigin manna að þeir færðu fjárlaganefnd að gjöf gullfisk sem við skírðum umsvifalaust Davíð - enda báðir jafn minnugir á kosningaloforð sín. Heimdellingarnir lögðu áherslu á að gullfiskurinn kynni sér ekki magamál, heldur æti meðan gefið væri.



Mér fannst þetta þó lofsvert framtak og gott hjá ungu fólki að pæla í fjárlagafrumvarpinu og leggja fram breytingartillögur. Í því kemur jú gildismat okkar fram. En þegar ég las tillögurnar varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Tillögurnar einkennast auðvitað af grímulausri hægri pólitík, s.s. niðurlagningu Samkeppnisstofnunar o.fl. En þó að í tillögunum sé eitt og eitt atriði sem taka megi undir eru þær að mestu hrákasmíð. Það hefur bara verið sest niður yfir Bermúdaskál og strikað út það sem þótti sniðugt. Þannig er t.d. allur stuðningur við sauðfjárbændur á næsta ári þurrkaður út! Samningar við þriðja aðila eru virtir að vettugi sem og lög og alþjóðasamningar sem við höfum gengist undir og því er ekki hægt að taka tillögurnar alvarlega. Þó er athyglisverðast að engar tillögur eru gerðar í mennta- og heilbrigðismálum. Meginviðfangsefni stjórnmála iðnríkja nú á dögum á sviði ríkisfjármála eru heilbrigðismál og þeir sem skila auðu þar sitja hjá í allri umræðu um ríkisfjármál.



Jafn vanhugsuð var gjöf Heimdellinganna til nefndarinnar, því þeir gættu álíka mikið að velferð gullfisksins og fólks yfirleitt. Þannig var hann afhentur í glerskál einni án fóðurs, súrefnisdælu, hreinsibúnaðar, o.s.frv. Að óbreyttu verður fjárlaganefnd að koma gullfisknum Davíð til bjargar með því að kaupa almennilega aðstöðu fyrir hann og þannig verður ferð Heimdallar á endanum til aukinna útgjalda ríkissjóðs.</blockquote