Einsog flestir vita þá eru fjármál stjórnmálaflokka leynileg, a.m.k. að hluta til. Þannig geta fyrirtæki og einstaklingar lagt flokkunum til háar fjárhæðir leynilega. Þetta fyrirkomulag hefur þann ókost að alltaf er til staðar tortryggni í garð flokkanna um að þeir sem láta fé af hendi þiggi greiða í staðinn. Þetta á sérstaklega við um þá flokka sem ráða ríkjum hverju sinni.
Það er ekki að sjá að núverandi stjórnarflokkar sem trúgjarnir sakleysingjar kusu yfir sig fyrir stuttu síðan ætli að breyta þessari skipan mála. Hversvegna ekki? Sverrir Hermannsson hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði að Framskóknarflokkurinn hefði keypt prósentið á 25 milljónir fyrir síðustu kosningar. Kannski svolítið rúmt reiknað hjá Sverri - kannski ekki. Allavega hvaðan komu peningarnir? Tæplega bara frá skattgreiðendum og greiðandi flokksfélögum.

Mér datt nokkuð í hug í tengslum við þetta. Eftir stóru lygina um skattalækkanir þá er Ráðstjórnarflokkurinn* eins og venjulega í vösunum á þeim sem síst skyldi. Hátekjuskattur er lækkaður og bensínskattur hækkaður og ekkert bólar á skattalækkunum sem átti að lögfesta núna í haust. Hversvegna fella þeir ekki niður sjómannaafsláttinn? Þar eru einhverjir milljarðar sem Aðalritarinn gæti notað til að reisa sér fleiri minnisvarða. Getur verið að það sé vegna þess að útgerðirnar greiða í hina leynilegu sjóði flokkanna og fá í staðinn niðurgreiðslu á launagjöldum sínum úr ríkissjóði?

Ég verð að segja að mig grunar það.

“Ekki náðist í Aðalritarann vegna málsins.”

*Ráðstjórnarflokkurinn = Framsóknar- + Sjálfstæðisflokku