Ég verð að viðurkenna að ég hálf skammast mín fyrir það að vera skráður í sjálfstæðisflokkinn. Í kosningabaráttunni dreifði ég bæklingum fyrir þá og rökræddi við fólk um ágæti flokksins. Í mínum augum var þetta eini flokkurinn sem að hægt var að treysta. Nú horfir málið öðruvísi við, skattalækkanirnar sem boðaðar voru breyttust allt í einu í hækkarnir. Já, í staðin fyrir að lækka tekju-og eignarskatt ætla þeir að hækka bensínskattinn og þungaskattinn. Það sorglega við þetta er að á sama tíma ætla þeir að minnka útgjöldin til vegaframkvæmda. Þetta mynnir mig á Alfreð og sumarhækkun Orkuveitunar vegna þess hvað það var heitt. Og hvar er Davíð á meðan á öllu þessu stendur? Er hann hlaupinn í felur af skömm? Ég held að hann viti hve fáránlegt þetta sé og skammist sín. Einu tillögurnar til að lækka skatta sem komið hafa er lækkunin á vsk. á matvælum sem kom frá Samfylkingunni, eða eins og ég kalla það núna stuðningsflokkur framboðs Ingibjargar Sólrúnar:) Hvar eru ungu sjálfstæðismennirnir sem að komust á þing vegna fyrri yfirlýsinga um stórbrotnar skattalækkarnir. Sigurður Kári var greinilega ekki bara drukkinn undir stýri, heldur datt hann greinilega í það á þingi. Eina lífsvonin fyrir Sjálfstæðisflokkinn er að Þorgerður Katrín taki við stjórn hans við brotthvarf Davíðs og komi flokknum aftur í takt við fólkið.