“Stundum hefur mér fundist að fólk sem haldi því fram að ”peningar skipti það engu máli“ sé einfaldlega að segja að það hafi nóg af þeim og þurfi ekki meira. Enda væri það fáranlegt að halda því fram við rúmenskan móðurleysingja að peningar séu ekki allt, hann eigi bara að ”láta drauma sína rætast“. Þegar allt kemur til alls eru peningar nefnilega lykill að ótal mismunandi hamingjum. Brauðsneið með osti, ferðalag til fjarlægs lands og fornbílasafn; allt þetta þarfnast peninga. Vissulega er ekki hægt að setja samansemmerki á milli peninga og hamingju en það er ekki vegna algers samhengisleysis þar á milli heldur vegna þess að menn hafa misháan auðæfaþröskuld. Sumir þurfa að eiga matvörukeðju, öðrum nægir hlýtt rúm til að sofa í. Þegar þröskuldinum er náð geta menn svo byrjað að bulla.”
<a href="http://www.deiglan.com/3360.html">http://www.deiglan.com/3360.html</a><br><br><a href=“mailto:geirag@hi.is”>geirag@hi.is</a