Sú hugmynd um að fara í viðræður við stjórn NATO um aðalbækistöðvar NATO á Íslandi eru mjög svo heillandi. Ísland er miðsvæðis við aðildarlöndin og nú þegar kaninn virðist vera minnka við sig tel ég það skynsamlega lausn að bjóða NATO bækistöðvar á Suðurnesjum. Þetta myndi leysa vanda Suðurnesjamanna auk varnarmála Íslands. Hér yrði því æfingaflug NATO auk þeirra varna sem aðalbækistöðvunum fylgja. Þetta virðist kannski draumórakennt en engu að síður ætti þetta ekkert að vera svo fjarstætt þar sem þetta yrði landfræðilega skynsamlegt. Hér værum við því að tala um auknar varnir, fleirri atvinnutækifæri, meiri tekjur auk þess öryggis sem þetta fæli í sér. NATO er einmitt að ganga í gegnum skipulagsbreytingar og því alls ekkert óraunhæft að þeir litu á Ísland sem heppilegan kost, íslenskir erindrekar ættu að berjast fyrir þessu.
If fifty million people say a foolish thing, it is still a foolish thing.