Til hvers þarf Ísland loftvarnir? Ísland á sco að segja fá eða enga óvini. ef Ísland á einhvera óvini eru þeir svo langt í burtu að ógerlegt er fyrir þá að ráðast á Ísland. Her á Íslandi er tímaskekkja. Meðan kalda stríðið stóð yfir þá var hægt að réttlæta herinn. en ekki lengur.
Að stofna heimavarnarlið á Íslandi er mesta vitleysa sem ég hef heyrt lengi!Að eyða peningum í eitthvað gjörsamlega tilgangslaust meðan þarf að bæta ýmsa vankanta á félagslegri þjónustu.Það er ekki svalt að eiga her eins og svo margir halda.Það er ekki svalt að eyða peningum í stríðstól
Mín sýn á framtíðinn er sú að Ísland verði algerlega hlutlaust ríki,styðji lýðræði og styðji aldrei hernaðarlega íhlutun nema í brýnustu þörf. Einnig að Ísland verði umhverfisvænt og kárahnjúkavirkjunarfrítt land. Afhverju að eyðileggja svo einstæða náttúrufegurð þegar hægt er að efla atvinnuvegi með öðrum hætti. Burt með herinn og niður með kárahnjúkavirkjun