Framsóknarflokkurinn og Sjálftstæðisflokkurinn hafa myndað Ríkisstjórn í um 16 ár. Þeir flokkar sejga að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi svikið borgarbúa með því að fara úr embætti borgarstjóra og bjóða sig fram á þing. En spurningin er: hvern var hún að svíkja? Ekki sveik hún mig, heldur er hún að bjóða fram krafta sína á þann veg að allir íslendingar hefðu hag af.
Daginn sem kosið var hækkuðu laun Davíðs Oddsonar og Halldórs Asgrímssonar um 20%. Samfylkingin kom vel út úe kosningunum en stjórnin hélt velli. Um 17% þjóðarinnar vildi Halldór Asgrímsson í forsætiðráðherrambættið. Það voru ekki fleiri. Hver skildi vera skýringin á að sá sem fæstir kusu kemst í æðsta embætti þjóðarinnar. Hver sveik hvern?
Ekki má gleyma að Davíð Oddson fór sjálfur úr borgarstjóraembætti til að fara á þing, enginn talaði um svik þá. Afhverju skildi það vera gert núna? Staðreyndin er sú að Ingibjörg sveik engann, formenn framsóknar og sjálfstæðisflokksins gerðu það hinsvegar!