Skilaboðin eru skýr

Samkvæmt þeim kosningaúrslitum sem nú liggja fyrir eru skilaboðin skýr. Framsóknarflokkurinn á að vera áfram í ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn á að fara úr ríkisstjórn og Samfylkingin inn.

Samkvæmt niðurstöðunum á Halldór Ásgrímsson að leiða ríkisstjórn Framsóknar og Samfylkingar.

Framsókn á að gera a.m.k. kröfu um Forsætis-, fjármála- og menntamálaráðuneyti.

Samfylking stendur Framsókn nær í menntamálum en Sjálfstæðisflokkur.

Samfylking stendur Framsókn nær í ríkisfjármálum en Sjálfstæðisflokkur.

Það er jafnari kynjaskipting í Samfylkingu en í Sjálfstæðisflokki.

Samfylking stendur Framsókn miklu nær í velferðarmálum en Sjálfstæðisflokkur.

Nú er uppi einstakt tækifæri í Íslandssögunni. Hægt er að mynda tveggja flokka ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks.

Vissulega verður það erfitt að leiða ríkisstjórn með eins manns meirihluta en munum að flugdreki fer aðeins á loft á móti vindi en ekki með vindi.

Björgmundur Örn Guðmundsson.
http://www.maddaman.is/

Þetta er copy/paste af heimsíðunni hjá Ungum Framsóknarmönnum.
Vildi bara setja þetta hér fram til að fólk gæti lesið þetta, ef það hefur ekki gert það nú þegar.

Ég ætla að vona það að Halldór þori að vera stóri maðurinn núna og ekki láta stjórna sér af Davíði né Sjálfstæðisflokknum.
Tæpur þriðjungur kjósenda kusu Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkur missti mikið fylgi.
Þegar Sjálfstæðismenn fara yfir til versta andstæðings(í þessu tilviki Samfylkingin)þá er eitthvað að.
Það liggur augum uppi að það þarf breytingu og að fólk vilji hana.
Vonum að Halldór og Framsóknarmenn sjái það líka.