Hvernig er hægt að tapa fjórum þingmönnum, 7%, vera í sögulegu lágmarki og samt vinna sigur. Staðreyndin er sú að sjálfstæðisflokkurinn skíttapaði - sem dæmi um það er Össur skarphéðinsson fyrsti þingmaður reykvíkinga. Davíð nýtur ekki lengur trausts.
Samfylking vinnur sögulegan sigur og bætir við sig 3 mönnum. Framsókn bjargar ríkisstjórninni. Hafi menn skoðað stefnuskrá framsóknarflokksins þá er hægt að sjá að hún er töluvert líkari stefnumálum samfylkingar en íhaldsins.
Skilaboðin eru skýr: burt með misskiptingu og frjálshyggju, fólk vill öfgalausa jafnaðarstefnu sem byggir á öflugu atvinnulífi og góðu velferðarkerfi ekki menn sem deila og drottna og afneita vandamálum í þjóðfélaginu.
Burt með íhaldið.