Við í Frjálslynda flokknum viljum gefa handfæraveiðar frjálsar fyrir alla íslenska ríkisborgara. Uppfylli fólk þau skilyrði að hafa tekið svokallað pungapróf sem veitir réttindi til að stjórna bátum að 30 tonna stærð, hafi farið á öryggisnámskeið sjómanna, og hafa til umráða bát með gildu haffærnisskírteini; - þá sé því frjálst að róa til færaveiða þar sem leyft verði að nota tvær handfærarúllur á mann.

Lykilorðin í þessu eru ákveðinn fjöldi sóknardaga, veiðarfæra- og svæðastýring.

Því er óskiljanlegt að heyra hræðsluáróður LÍÚ-flokkanna um að allt fari hér á felguna ef íslenskir trillusjómenn fái frumburðarrétt og mannréttindi sín viðurkennd.

Legg ég til að lesendur muni kjörorð hagræðingarinnar í kjörklefanum, 10. maí, “Guggan verður áfram gul og gerð út frá Ísafirði”.