Í fjárlögum 2003 eru tekjur ríkissjóðs 271.600 milljónir, menntamálaráðuneytið fær 31.271 m, þar af fara 17.765 m til hreinna menntamála (kennslumál, viðhald og fjárfesting í mennta- og háskólum). Hjá sveitarfélögum fóru 21.100 m til fræðslumála árið 2001, ef við margföldum það með íbúafjölgun (2% árlega) og verðbólgu (2% árlega) tveggja ára fáum við um 23.000 m. Skatttekjur sveitarfélaga voru 65.100 m árið 2001, uppfært með sama hætti 70.500 m. Skv. áætlun hagstofu var landsframleiðsla 2002 774.418 m, uppfært um eitt ár 805.000 m. Samkvæmt þessu eru útgjöld til menntamála 11,9% af tekjum hins opinbera (lægra hlutfall ef tekið er tillit til tekna sveitarfélaga annarra en skatttekna), og 5,06% af þjóðarframleiðslu. Þetta er niðurstaðan, þrátt fyrir fölsunartilraunir sjálfstæðismanna, td. með því að draga óskylda kostnaðarliði inn í heildartöluna. Þær þjóðir sem við viljum helst miða okkur við eru að eyða nálægt 7%, svo það er ljóst að við erum langt á eftir.

Tillögur samfylkingarinnar sem miða að því að auka útgjöld til menntamála um 12 milljarða eru mjög gott mál fyrir þjóðlífið, og það er vonandi að tækifæri gefist til að hrinda þeim í framkvæmd.

Ýtum þeim frá völdum sem hafa ekki skilning á mikilvægi menntunar og hafa haldið menntastofnunum í fjársvelti.