Í stefnuskrá vinstri-grænna segir að þeir vilji fresta frekari virkjunarframkvæmdum. Á fundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum í apríl skildu margir nemenda Þuríði Bachman (U) þannig að hún vildi fresta einnig framkvæmdunum hér eystra á Kárahnjúkum. Hún var spurð út í það hvort skilningurinn hefði verið réttur og tók Valgerður Sverrisdóttir (B)undir þá spurningu. Bæði Þuríður og Steingrímur J. Sigfússon þverneituðu fyrir þetta. Á fundi 2 dögum seinna skildu fundarmenn á Eskifirði margir hverjir Þuríði eins þegar hún talaði um þessi mál. Ég spurði Steingrím út í þetta á fundinum og hann sakaði mig um útúrsnúninga og þverneitaði enn og aftur fyrir að þetta væri þeirra stefna. Núna fyrir nokkrum mínútum sagði Þórey Edda Elísdóttir (U) í Íslandi í dag að hún vildi skoða það hvort ekki væri hægt að leggja stein í götu Kárahnjúka kæmist hún í ríkisstjórn.
Svona sé ég málið: Stefna VG er að hindra frekari framkvæmdir nema ef svo óheppilega vildi til að Þórey Edda kæmist inn á þing eða Guð forði okkur frá því í ríkisstjórn.
Ég ætla að enda þetta á því að vitna í spurningu mína á Eskifirði, eru vinstri-grænir búnir að ákveða sig í þessu máli og ef þeir geta ekki komist að niðurstöðu með þetta hvernig getum við þá treyst því að önnur stefnumál séu negld niður? Eða er Þórey Edda kannski komin í sérframboð, ef til vill með listabókstafinn V?