Í kvöldfréttum stöðvar 2 í kvöld kom fram að Vinstri-grænir hefðu gert úttekt á því hversu miklu flokkarnir hefðu eytt í auglýsingar í kosningabaráttunni. Er hægt að ætlast til þess að við trúum þessum tölum? Eigum við bara að treysta því að þeir fari með rétt mál? Aðeins framkvæmdastjóri Samfylkingarinn sagði tölur þeirra vera nærri lagi í fréttinni. Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn sögðu tölurnar ekki vera nálægt sínum tölum. Hvað er málið með VG núna um daginn héldu þeir því fram að 10-20% karlmanna væru nauðgarar en það átti samt ekki við þeirra framboðslista þegar forsvarsmenn flokksins voru ynntir eftir því. Hvað koma þeir með næst? Maður getur bara ekki annað en spurt sig.