Í hádegisfréttum Bylgjunnar var sagt frá því að nemendur Bifrastar hefðu brugðist ókvæða við ummælum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Háskólanum í Reykjavík. Ég náði nú ekki alveg hvað það var nákvæmlega sem hún sagði og vakti þessa reiði Bifrestinga en hinu náði ég að einn nemandi sendi Guðmundi Árna Stefánssyni tölvupóst þar sem hann lýsir áhyggjum sínum yfir því að Samfylkingin væri að tapa öllu fylgi meðal nemenda skólans. Svarbréf Guðmundar Árna byrjaði á þann veg að Ingibjörg Sólrún væri komin örlítið út í vegkantinn. Nú spyr ég ef að Ingibjörg Sólrún er komin út í vegkantinn í þessu máli hvernig getum við þá treyst því að hún sé á veginum í öðrum málaflokkum. Og ef Ingibjörg Sólrún talar ekki fyrir réttri stefnu Samfylkingarinnar væri þá ekki sniðugt að fá einhvern annan til að koma fram fyrir hönd flokksins, eða er það kannski svo að flokkurinn sé margstefna, þ.e. stefnan fari bara eftir því við hvern er rætt hverju sinni?

Kjósum flokk sem að er með sína stefnu á hreinu. X-D