Ég var vitni að nýju auglýsingu samfylkingarinnar þar sem allir forsætisráðherrarnir voru sýnir og hvaða ár þeir voru en í lokin þegar röðin var komin að 2003 var svona myndband með Ingibjörgu Sólrúnu og svo kom í endan samfylking.

Mér finnst og endilega komið með rök á móti því sem ég segi að Ingibjörg og samfylkingin er eingöngu að byggja á þeim grunni að allir ættu að kjósa Ingibjörgu til að breyta til en mér finnst það ekki rétt eigum við endilega að breyta alltaf til ef við erum orðin leið á einhverju. Svarið mitt við þeirri spurningu er nei ef okkur langar að breyta til og fá okkur nýja sófa er það í lagi en ekki breyta til vegna þess að við erum orðin leið á einhverju.

Sérstaklega ekki þegar við erum að tala um forsætisráðherra sem er búin að standa sig nokkuð vel í sínu starfi !!

Bæði erum við að taka áhættu á því að kjósa Ingibjörgu sem forsætisráðherra því við vitum ekki hvað gerist !!

Mér finnst einnig þegar Ingibjörg ákvaði að fara í landspóletíkina var eins og hún væri að hoppa út í sundlaug en vissi ekki hvort hún væri djúp eða grunn.

Vil ég ítreka það að þetta eru mínar skoðanir og endilega komið með rök á móti því !!
Ég er gagnrýnandi, og hef einstaka hæfileika og sá hæfileiki er að hafa alltaf rétt fyrir mér og eitthvað vit í því sem ég segi annað en sumir!!!