Ég vona að það unga fólk sem hefur kosningarétt 18-20 nýti sér hann í vor en ég vona líka að það velji rétt.

Ég var einmitt að velta þessu fyrir mér……

Einn vinur minn sem er ný orðinn 14 ára og í kosningunum eftir fjögur ár fær hann rétt til að kjósa. Þannig er mál með vexti að hann telur sig kommúnista, fylgjandi Stalín og vinstri-grænum (ég er ekki að seta algjört = merki á milli þessara). Málið er það að hann veit lítið sem ekkert um stjórnmál og veit að ég held ansi lítið um stefnu vinstri-grænna. Skoðun hans byggist eingöngu á bíómyndum um seinni heimsstyrjuöldina og því um líku.

Ég vona að þessi vinur minn hafi endurskoðað skoðun sína eftir fjögur ár því annars er ég hræddur um að fólk komist á þing á fölskum forsendum. ;-)

Ég vona líka að þetta eigi ekki við marga unglinga sem ég veit reyndar að á ekki við.

Takk fyrir.