Ég er sextán ára púki, sem er að reyna að ná tökum á þessari margslungnu pólitík á Íslandi og fór að hugsa soldið um kosningar og skatta í vinnunni, og þetta er mín niðurstaða……

Eins og flestir hugarar vita, þá fer maður að borga skatt þegar maður verður sextán ára og líkar flestum (þar á meðal mér) illa við hvernig komið er fram við okkur skattgreiðendur, sem erum á milli sextán og átján ára aldurs að við höfum ekki kosningarétt.

Það finnst mér nokkuð skrítið að ríkisstjórn landsins fá okkar pening, en við skattgreiðendurnir fáum ekkert um það að segja hvernig á að eyða þessum peningum.

Þegar ég ber þessa spurningu upp á góma í samtölum við fullorðna, fæ ég iðulega sama svarið “þið hafið ekki hugmynd um hvað þetta sníst um” Kannski er það vegna þess að við megum ekki kjósa, og þessvegna þurfum vuð ekkert að spá í pólitíkinni.

En fyrst við erum ekki nógu þroskuð til að fá kosningarétt, afhverju er ekki hækkað skattaldurinn upp í átján ár, svo að þessi tvö ár sem við hin þurfum að bíða séu þá að minnsta kosti sanngjörn.

(Ég hef mikinn áhuga á stjórnmálum og þekki þó nokkra jafnaldra sem gæfu vinstri litlafingur til að fá að kjósa.)

MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”