Ríkisskattstjóri hefur nú reiknað það út hvað tillögur Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í skattamálum þýða fyrir fólk með ólíkar tekjur. Í svari sínu til Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, staðfesti ríkisskattstjóri það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið fram. Einstaklingar með tekjur yfir 104 þúsund krónur á mánuði hagnast meira á tillögum Sjálfstæðisflokksins en Samfylkingar.
Eins og fram kom í DV í gær hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borið ríkisskattstjóra fyrir því að einstaklingar með undir 210-220 þúsund krónur á mánuði högnuðust meira á tillögum Samfylkingar en af tillögum Sjálfstæðisflokks. Þetta stenst ekki hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Ríkisskattstjóri hefur tekið af öll tvímæli um þetta mál. Samfylkingin reiknaði vitlaust.

ein stór tilvitnun í www.xd.is
_________________________________________