Í nýlegum fréttum!

Fréttin snýst um hvort eigi að taka áfengisauglýsingabann af , selja áfengi í matvöruverslunum og lögleiða eiturlyf.
Það voru einhver fundahöld hjá Svæðisráði Reykjavíkur sem hvetur fólk til að “lýsa yfir stuðningi við bann á eiturlyfjum” og einnig því sem ég nefndi hér að ofan.

Höfundurinn fjallar um ályktun Svæðisráðisins IOGT í Reykjavík og tekur enga afstöðu sjálfur.

Persónulega er ég sjálf á móti lögleiðingu eiturlyfja , því það ýtir bara undir meiri notkun. Mér finnst áfengisauglýsingabannið ekki alveg nógu skýrt því ég sé fullt af bjórauglýsingum í sjónvarpinu ,bara með smáu letri “Léttöl” í horninu og ekki hef ég vitað til þess að neinn hefi verið sektaður fyrir þessi brot. Svæðisráðið er sammála mér þar!

Það að ætla að selja áfengi í matvöruverslunum er líka bara rugl, ef 16 ára krakki getur keypt sígarettur og 12 ára krakki leigt bannaðar myndir hvað stöðvar þá annan 16 ára krakka í að kaupa sér áfengi?

bara mín skoðun!
Have a nice day