Fyrir aðeins nokkrum árum voru blankheitin á ríkissjóði svo mikil að Sjálfstæðisflokknum fannst sjálfsagt að ganga í vasa tekjulausra námsmanna til þess að laga stöðuna. Framsóknarflokkurinn stóð reyndar gegn þessu og náði fram málamiðlun um það að hækkunin yrði aðeins helmingur þess sem Sjálfstæðismenn vildu. Er það trúverðugt núna í aðdraganda kosninga þegar Sjálfstæðisflokkurinn þykist vera velferðarflokkur? Munu þessar hækkanir ganga til baka nái flokkurinn endurkjöri? Það efast ég um.