Ég hef alla tíð frá því ég hóf að hugsa um stjórnmál verið mjög vinstrisinnaður í öllum mínum skoðunum og gefið lítið fyrir sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans.
En eins mikið og ég myndi vilja sjá vinstri stjórn á næsta kjörtímabili, hefur það reikað um huga minn hvort það væri bara ekki gott á ríkisstjórnina að ná endurkjöri? Sjá þá sjálfa taka á afleiðingum af slæmri efnahagsstjórn þeirra síðustu árin í staðinn fyrir að skella þá skuldunni á þá ríkisstjórn sem myndi annars taka við.