Það er algjörlega út í hött að gera eiturlyf lögleg og það er einföld ástæða fyrir því: Alls staðar þar sem aðgangur að fíknilyfjum hefur verið auðveldur hefur neysla lyfjanna stóraukist. Fyrir 1906 voru engin bönn í Bandaríkjunum á lyfjum sem við í dag köllum fíkniefni og neysla þeirra var orðin meiri háttar plága. Í löndum þar sem eiturlyfjasmygl þrífst og hópar manna græða milljarða í augnablikinu – t.d. í Mexíkó og Pakistan – þar síast góssið inn á innanlandsmarkað (er fyrir hendi) og hörmungar fylgja í kjölfarið. Milljónir hafa fallið fyrir heróíni í Pakistan á s.l. 15 árum og stór svæði í Mexíkó nálægt bandaríska markaðinum, svæði þar sem eiturlyf voru óþekkt fyrir nokkrum árum, eru að fyllast af dóphausum. Mannskepnan er veik fyrir alls konar nautnum, en greinilega veikust fyrir þegar dóp er annars vegar.

Það er líka algjörlega út í hött þegar íslenska ríkið fer í beina verðsamkeppni við dópsala og okrar svívirðilega áfengi. Í þessum málum erum við á steinöld. Þegar maður ferðast um siðmanntað ríki eins og t.d. Ítalíu þá blasir ódýrt vín við manni í öllum búðum og sjaldan sést drukkinn maður. Við verðum að stórlækka verð á áfengi og hætta að hegða okkur eins og einn alherjar sértrúarflokkur!