Ég hlustaði á ISG í fréttum í gær, en hún er á ferð ásamt aðstoðarmanni sínum að kynna boðskapinn fyrir næstu kosningar.
Boðskapurinn er frekar dapur og ómálefnalegur, þetta virðist allt hjá henni snúast um alveg ótrúlegt hatur hennar á Davíð Oddssyni og einhverjar dylgjur í hans garð, órökstuddar, átti reyndar ekki von á því.
Hún segir að kosið verði á milli hennar og Davíðs, ekki málefna eða hvað flokkarnir standi fyrir, nei kosið verður milli hennar og Davíð. Með þessu er hún að sjálfsögu að gera lítið úr bæði Halldóri og Steingrími.