Ég var að lesa mjög svo leiðinlega grein um jafnréttismál og tók þá eftir að það eru lög hér á landi að ef tveir jafn einstaklingar af sitthvoru kyninu sækja um stöðu en eru jafn hæfir þá eigi konur að ganga fyrir. Mig langar að vita af hverju það er. Og þeir kalla þetta jafnréttislög. Ef þetta er jafnrétti þá ætti Adolf nokkur Hitler
að fá friðarverðlaun Nóbels. það er svona svipað gáfulegt. Mér fyndist það sanngjarnara að fara í póker upp á starfið.
Mér finnst þetta alveg fáránlegt og langar að vita af hverju þetta er. Þá fer ég líka að pæla að allar konur sem kosnar eru inn á þing teljast til fulltrúa kvenna en karlar eiga enga fulltrúa. Eina sem karlarnir gera í jafnréttismálum er að skerða réttindi karla eftir pöntunum. En fyrir mína parta þá myndi ég snappa ef
ég væri að sækja um starf en kerling sem væri allavega ekki hæfari en ég fengi starfið bara út af því að hún er kona en ég karl.