Í grein hér að ofan hef ég varpað fram hugleysi afstöðuleysi Davíðs Oddssonar í Evrópumáli, sem helst einkennist að svæfa allar umræður þar um í eigin flokki (og landinu).

Viðtal við Árna Mattísen sjávarútvegsráðherra nú í fréttum, finnst mér einmitt lýsandi dæmi um sofandahátt sjálfstæðismanna í þessum málum. En þar lýsti ráðherra því yfir að það væri ekki “knýjandi” að norðmenn og íslendingar setjist yfir sameiginlegri stefnu í sjávarútvegmálum gagnvart ESB.

Hvað þarf eiginlega til að vekja sjálfstæðismenn af blundi um að Evrópumálin verða mál málanna á næsta kjörtímabili, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

M.