Umræða um framboð Ingibjargar Sólrúnar vakti upp spurninguna myndun ríkisstjórnar eftir alþingiskosningarnar.

Steingrímur J. taldi að líkur á vinstri stjórn hafði minnkað með framboði ISG. Halldór Ásgrímsson segir svo að kæmist hann ekki á þing verði flokkurinn hans ekki með í ríkisstjórn. Ingibjörg segir sjálf að það á að fella Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn.

Hvað stendur þá til boða? D+B?
Við skulum hafa í huga að B lagði áherslu á að Halli yrði forsætisráðherraefni flokksins og það var nokkuð ljóst að þeir myndu ekki taka þátt í stjórn nema Halli fengi stóra stólinn.

D+S?
Ætli Davíð myndi kyngja og sætta sig við utanríkisráðherra embættið? Kæmist Solla inn sem 5. mann myndi hún væntanlega ekki styðja þessari ríkisstjórn?

D+V?
Ertu frá þér?

S+V+F?
Ja, nái Solla inn og Halli dettur verður þessi stjórn úr sögunni. En nái Halldór inn myndi hann samt knýja stóra stólinn en myndi S samþykkja?

S+V?
Ef vinstri-grænir og samfylkingin vinna stórt, og þá erum við að tala stórt þá á þessi stjórnarmynstur séns.

Þegar á heildina er lítið þá skiptir málefni engu máli í umræðunni um framboði Ingibjargar. Sjálf segir hún að það borginni í hag að borgarstjórinn verði á þingi og ég trúi því en gera aðrir það? Umræðan um þessi mál snúast í raun of mikið um myndun næstu ríksisstjórnar sem er slæmt að mínu mati. Einhverra hlutar vegna þá finnst mér að það sé búið að ákveða næsta ríksisstjórn verði samsteypustjórn vinstriflokkanna. Oft finnst mér að það sé búið að taka valið af kjósendunum um að hverjir ættu að stjórnar landinu. Sama hvernig kosningin verður þá gengur það út á eitt: flokkahagsmunir.

Trúið þið enn á fjórflokkamynstrinu? Trúið þið að vinstrimenn geti bæðið haldið borginni eða landinu?