Ingibjörg Sólrún þiggur 5. sæti Samfylkingarinnar


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur samþykkt að skipa 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi-norður í næstu þingkosningum. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, staðfesti þetta í samtali við DV síðdegis í dag. Hann segist telja meiri líkur en minni á að 5. sætið sé öruggt þingsæti.

“Fyrir nokkrum dögum bað ég Ingibjörgu Sólrúnu um að taka 5. sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar, þ.e. þeim lista sem ég veiti forstöðu. Hún hefur tekið því með ákaflega jákvæðum huga og í reynd fallist á það,” segir Össur.

“Við erum sammála um það, ég og hún, að flokkurinn eigi sögulegt tækifæri núna til að ná mjög góðri í kosningu og ná þeim árangri að skipta um ríkisstjórn. Þetta er það sem veldur því, að hún er reiðubúin til að taka sæti á listanum.”

Össur segir að engum, hvorki Ingibjörgu Sólrúnu né öðrum, sé lofað ráðherrasæti fyrirfram. Hún taki sæti á listanum án nokkurra skilyrða og setji ekki fram neinar kröfur. Ekki sé lengur inni í myndinni það sem hann hafi nefnt fyrir nokkrum mánuðum að Ingibjörg Sólrún væri forsætisráðherraefni flokksins, enda hafi þá verið um að ræða að hún leiddi lista flokksins í öðru kjördæmanna.

Össur segir að breytingar hafi orðið frá því í haust, þegar Ingibjörg Sólrún lýsti því yfir að hún stefndi ekki á framboð til Alþingis. Í fyrsta lagi sé Samfylkingin á flugi samkvæmt skoðanakönnunum. “Jafnframt hefur það breyst, að núna er þriðjungur borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um það bil að öðlast þingsæti. Það er í þágu hagsmuna borgarbúa að borgastjóri geti haft ráðrúm til að verja hagsmuni Reykvíkinga á þeim vettvangi, ekki síst þegar horft er til þess að nokkur þung mál sem tengjast mjög borgarpólitíkinni, eins og orkumál, eru mjög ofarlega á baugi landsmálanna í dag,” segir Össur.



Tekið af www.DV.is



Nú verða þetta spennandi kosningar. Ingibjörg sólrún sem hefur tvíveigis ef ekki oftar sagt að hún ætli ekki í framboð er búina að taka sæti :) þetta er svo mikil snilld.

Ég skal lofa ykkur því, að sjálfstæðismenn láta ekki Björn mæta henni í umræðuþætti :) nú verður þetta skilmingar, þungavigtarslagur. Davíð vs Ingibjörg LETS GET REDÍ TÚ RÖMBLEEEE



Plís, ekki eyðileggja ánægju mína með einhverju “hún var búin að segja” nöldri. verum bara ánægð að það sé búið að bjarga kosninga-baráttunni.


kv;vigni