Náttúruverndarsinnar hafa flestir ekki komið austur held ég, þeir hafa ekki séð byggðirnar þarna sem fara minnkandi! Mannlífið er í molum, atvinnuleysi mikið. Fólk sem býr hér fyrir sunnan og hefur ekki kinnst landsbyggðinni finnst sjálfsagt að mótmæla þessum bættu atvinnuvegum sem virkjun er. Fólk mótmælir en veit í rauninni ekki hverju það er að mótmæla, það er að mótmæla bættum lífskjörum landsbyggðarfolks og atvinnumöguleikum. Þar sem uppistöðulónið kemur er ekki mikill gróður, hreindýr eyða mjög litlum tíma árs þarna og gæsir hafa bara gott af meira vatni.

Ég var að horfa á Hauk í Horni um daginn, hann spurði fólk hvort það væri með eða á móti virkjun. Sumir sögðu “með” en flestir sögðu “á móti”, þá spurði haukur: “afhverju?” Fólk fór bara að hlæja og sagði kannski að það yrði bara að taka afstöðu, sumir vissu ekki hvar á landinu var verið að tala um!! Svona getur fólk verið eigingjarnt.

Álver á Reyðarfirði krefst menntafólks, aðeins 10% starfsliðs væri ómenntað. Allt svæðið í kring myndi bætast, fleiri verslanir yrðu stofnaðar, byggingar myndu rísa og öll mannlífs flóran yrði fjölbreyttari!

Því bið ég ykkur að hugsa aðeins betur áður en þið segjst vera á móti, það er betra að vera fylgjandi bættum kjörum fólks!