Stjórnmál…..skrýtið orð. Stjórn málana - málin sem stjórna - mál stjórnarinar.

Stjórnmál eru Pólitík og Pólitík eru stjórnmál.

Mér finnst alveg rosalega gaman af stjórnmálum og mig langar til að stunda þau í framtíðinni. Því miður eru þessir dvergar sem nú stjórna þingi algjörir dofheilar og gangandi hundaskítar í poka. Það er einn polítískur andstæðingur í bekknum mínum… ég nefni engin nöfn en hún veit hver hún er.

Það væri óskandi að fleiri unglingar á aldur við mig hefðu áhuga á pólitík, því kæru jafnaldrar, stjórnin er í okkar höndum í framtíðini.

Á Íslandi mæti bæta lýðræði til muna því hálfgert einræði ríkir nú eftir valdatöku sjálfstæðis og framsóknarflokksins. Svo var mér nóg boðið þegar átti að hrinda Birni Bjarnasyni í borgarstjórn til að ná öllum völdum…en sem betur fer héldum við okkur reykvíkingar við R-listan og létum þá ekki hirða allt.

Ég mæli eindregið með því að okkar heit elskaði og jafnan heit hataði forsætisráðherra verði hrind af stóli í næstu kosningum, ég meina maður lætur ekki mjólk súrna í ískápnum hjá sér og standa þar svo vikum skipti og eyðileggja listina á mjólk og öðru góðgæti úr ískápnum.

Trúið mér ég hef fundið þessa lykt of lengi og langar í nýja mjólk.

Vonandi höfðuð þið gaman af.