Ég hef fylgst nokkuð með umræðu frambjóðenda í prófkjöri undanfarið og hlýddi á viðtal við einn frambjóðenda Samfylkingar, Jakob Frímann Magnússon, þar sem umræðuefnið var meint smölun hans í flokkinn vegna þáttöku í prófkjöri. Það skal viðurkennt að ég hefi ekki fylgst mikið með honum sem stjórnmálamanni svo nokkru nemi, en vel með öllum hinum er tjá sig reglulega og hafði einhvern veginn fyrirfram myndað mér skoðun á því að hann ætti ekkert erindi í stjórnmál, EN það skal ég hér og nú segja að þetta viðtal við hann breytti þeirri skoðun minni þar sem sá hinn sami tjáði sig um það að flokkslínur væru ekki lengur vel skilgreinanlegar, sátt væri um velferð og jöfnuð og réttlæti til handa þegnunum, hvar í flokkum sem menn stæðu og sem flestir ættu að eiga val og hafa möguleika í því að velja frambjóðendur til starfa til þess.

Þessu er ég innilega sammála og tel að því viðar sem leitað er hófanna um aðbúnað almennings því betri vitneskja er farteski þeirra sem ætla á þing og tek ofan fyrir þeim er þora að höggva í flokkslandamæri í þessu efni sem mér fannst þessi frambjóðandi hafa þor til að gera í stað þess að samjafna mál sitt næsta manni líkt og venjan er. Í hans flokki er einnig að finna konu sem heitir Jóhanna Sigurðardóttir og hefur til að bera kjark og þor
til þess að tala út um hlutina.

Ég óska honum og henni því góðs gengis en vil taka fram að sjálf er ég óflokksbundin.

kv.
gmaria.