Eftirfarandi grein birtist á strik.is:

Svör ráðherra sögð til marks um herfilega sjálfsblekkingu

“Það er á hreinu að markmiðið, sem sett var fyrir tveimur árum um 20% fækkun glæpa, hefur ekki náðst, og fjarri því þar sem glæpum hefur fjölgað… Afbrotamenn virðast ekki hafa tekið mark á hinum borðalagða ríkislögreglustjóra þegar hann fyrirskipaði fækkun glæpa,” segir Björgvin G. Sigurðsson varaþingmaður um svör dómsmálaráðherra við fyrirspurn hans á Alþingi. Flestum tegundum afbrota á Íslandi fjölgar og Björgvin segir að svör ráðherra, byggð á upplýsingum frá lögreglu, beri vott um “herfilega sjálfsblekkingu”.

Öll greinin hér:
http://www.strik.is/frettir/pressan/efni.ehtm?id=361&cat=frettir


Er þetta ekki alveg dæmigert fyrir Íslendinga? Að setja sér svakalega há og fín markmið til þess að líta vel út en geta svo ekki staðið við þau?
Haldiði til dæmis að Ísland verði án vímuefna árið 2002?? Þvílíkur brandari…

Segið hvað ykkur finnst