Mér finnst fáranlegt að þessir menn sem sitja á Alþingi geti verið að semja þvílík steypu-lög.
Ég skal koma með dæmi.

“Kalli út í bæ” á 8 ára systur. Ef hann myndi vera það ógeðslegur að nauðga henni, oft, á löngu tímabili, þá myndi hann fá kanski 1 árs dóm í mesta lagi. Það þarf auðvitað ekki að taka fram hvernig þetta myndi hafa áhrif á systur hans.

ok, Kalli er kominn úr Jail-inu, hann sat inni í 2 mánuði næstu 8 mánuðir eru á skilorði.
Þegar þessi 8 mán. eru liðnir þá fer Kalli í verslunarferð til Amsterdam, þar kaupir hann 2000 e-pillur, sem að hann, vinir hans og vinir þeirra vilja endilega gleypa. Hann er stoppaður í tollinum, löggan finnur sjittið.

Kalli er sendur í ANDSKORTANS 7 ára fangelsi… nei bíddu Sólveig dómsmálaráðherra lagði fram frumvarp um að þyngja refsingar við fíkiefnadómum, sem ábyggilega allir þingmenn samþykkja, vegna þess að það er í tísku að hafa áhyggjur af fíkniefna-vandanum og að vera á móti dópi!

OK.. Kalli minn þú ferð í 10 ára fangelsi.

Er eitthvað vit í þessu?

Systir hans sem hann braut gróflega á, mun sennilega aldrei jafna sig, en það er í lagi, Kalli var inni í 2 mánuði.

En Kalli sem vildi bara poppa ellum með vinum sínum, og var því ekki að brjóta á neinum, því hann fer ekki að troða pillum upp í neinn, heldur bara þá sem vilja. Núna situr kalli inni í 10 ár.

Er ekki mikið vit í þessu? - Hvaða skilaboð sendir þetta út í samfélagið?