Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, lýsti því yfir á fundi framsóknarmanna á Suðurlandi á laugardag að hann væri ekki hlynntur aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Sunnlenski fréttavefurinn hefur eftir Halldóri að margir telji hann fylgjandi inngöngu í ESB “…en ég er ekki þeirrar skoðunar í dag. En ég vil ekki útiloka neitt í þessu sambandi og ég vil að við skoðum hvað í inngöngu felst,” hfeur Sunnlenski fréttavefurinn eftir ráðherranum.