Þetta er verkefni sem eg gerði í skólanum og fékk slæma dóma útaf það var mikill áróður í ritgerðinni.

Árið 1845 var Alþingi endurreist í Reykjavík, kom þingið saman annað hvert ár yfir hásumarið. Fyrst var kosningalöggjöfin þannig að aðeins ágætlega efnaðir karlmenn fengu kosningarétt, en ekki vinnufólk og konur. Stefnt var að því á Alþingi árið 1911 að konur og vinnufólk fengi kosningarétt en þá þurfti að gera breytingar á stjórnarskrá. Það var gert 1915 en þingmönnunum, sem þá voru 20 talsins, blöskraði við því að fá alla þessa nýju kjósendur inn í einu og því var sett 40 ára aldurstakmark við því að konur og vinnufólk fengi að kjósa en, síðan færðist þessi aldur niður um eitt ár í einu og 1920 voru allir 25 ára og eldri komnir með kosningarétt.

Á heimastjórnartímanum skiptust menn í flokka eftir hvernig flokkarnir beittu sér í deilunni um sjálfstæði Íslands. Hinir svokölluðu heimastjórnarmenn vildu ná samkomulagi við Dani um stjórn Íslands þótt vissu að ekki fengist jafn mikið sjálfstæði með því. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði orðið til úr gamla valtýingaflokknum og var einkum skipaður andstæðingum heimastjórnunarmanna, var kröfuharðari um sjálfstæði frá Dönum. Þess vegna bar flokkurinn þetta nafn. Þetta var þó ekki sami Sjálfstæðisflokkurinn sem við þekkjum í dag. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband Íslands voru stofnuð árið 1916. Alþýðuflokkurinn vildi bæta kjör verkamanna og fátækra og gera alla jafna í þjóðfélaginu og taka meðal annars öll atvinnutæki í landinu í eigu ríkis. Þessi stefna nefnist sósíalismi. Alþýðuflokksmenn, sem oft eru nefndir kratar, fylgdu efnahagsstefnu og vildu koma á nýju hagkerfi á fyrir verkamenn og er því svokallaður stéttarflokkur. Í nóvember sama ár var stofnaður flokkur bænda, Framsóknarflokkurinn. Stefna þeirra var samvinnustefna, sem byggðist einkum á samvinnu bænda í kaupfélögunum og með því að kaupfélögin rækju verslanir landsmanna og ættu jafnvel atvinnutækin líka. Flokkurinn hefur setið oftar í ríkisstjórn en nokkur annar íslenskur stjórnmálaflokkur. Árið 1924 var stofnaður stór flokkur Íhaldsflokkurinn. árum síðar sameinaðist þessi flokkur öðrum minni flokki og saman mynduðu þeir Sjálfstæðisflokkinn sem hefur oftast verið stæsti flokkurinn meðal kjósenda. Sjálfstæðisflokkurinn telur sig vera flokk allra stétta en ekki einhverrar ákveðinnar stéttar. En andstæðingar Sjálfstæðisflokksins segja flokkinn vera flokk einnar stéttar, atvinnurekandanna. Frjálshyggjustefna þeirra og hagkerfi þeirra kallast má nefna kapítalisma, sem er í raun andstæða við sósíalisma.. Frjálshyggjustefnan sem þýðir auðvalds- eða markaðskerfi byggist á frelsi einstaklinganna til orða og athafna og því að einstaklingarnir eigi atvinnutækin og verðlag fari eftir framboði og eftirspurn. Er þá átt við að ef mikið er til að vöru fellur hún í verði en ef eftirspurn er mikil hækkar hún í verði. Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson. Árið 1930 klufu kommúnistar sig út úr Alþýðuflokknum og stofnuðu Kommúnistaflokk Íslands vegna þess hve illa samvinnan gekk innan flokksins. Árið 1938 klofnaði Alþýðuflokkurinn aftur og gengu liðsmenn þeirra til liðs við Kommúnistaflokkin og stofnuðu Sameiningarflokk Alþýðu. Sagan endurtók sig árið 1956 þegar hluti Alþýðuflokksinns undir stjórn Hannibals Valdimarssonar gengu úr flokknum og stofnuðu Alþýðubandalagið. Með því urðu breytingar í íslenskum stjórnmálum. Árið 1982 var Alþýðuflokkurinn klofinn aftur, sá sem gerði það þá hét Vilmundur Gylfason en hann stofnaði Bandalag jafnaðarmanna. Árið 1994 var Alþýðuflokkurinn klofinn í fimmta skipti á 64 árum. Sú sem gerði það heitir Jóhanna Sigurðardóttir, en hún stofnaði Þjóðvaka. Hann náði aldrei að festa sig í sessi í íslenskum stjórnmálum og starfaði því náið með Alþýðuflokknum. Sverrir Hermannsson, sem var áður í Sjálfstæðisflokknum, stofnaði Frjálslynda flokkinn og bauð fram til Alþingis árið 1999. Á vordögum sama árs voru fjórir flokkar sameinaðir, en þeir voru Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið, Kvennalistinn og Þjóðvaki. En ekki voru allir í þessum flokkum ánægðir með sameininguna og gengu í aðra stjórnmálaflokka og stofnuðu nýjan flokk, Vinstri-græna undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar.

Margir flokkar hafa breytt stefnu sinni þótt þeir starfi samt undir sömu nöfnum. Til að mynda er Framsóknarflokkurinn ekki eins mikill stéttarflokkur bænda eins og þeir voru í upphafi og Sjálfstæðismenn eru misjafnlega harðir á þeirri frjálshyggju sem þeir fóru af stað með í upphafi. Hlutverk flokkanna í stjórnarandstöðu er hins vegar að koma stjórnarflokkunum frá, en það er stundum eina sem minnihlutinn getur verið sammála um, og litast stefna þeirra stundum frekar af því heldur en upprunalegu hugsjónunum.