Sælir hugarar. Eru einhverjir hér til í nýjan flokk sem stefnuskráin er eitthvað á þessa leið (auðvitað ópússuð og órædd)

*** Evrópumál ******************************
Hefja aðildarviðræður, þegar samningurinn er kominn á borðið er hann sendur til allra heimila landinu sem og skýringar frá bæði hlutdrægum og óhlutdrægum aðilum og svo verður þjóðaratkvæðagreiðsla í kjölfarið.

*** Heilbrigðismál ************************
Hvert eitt og einasta heimili á landinu skal hafa aðgang að heilsugæslu með hámarksbið upp á 2 daga. Þetta er hægt að gera með því að láta lækna finna ærlega fyrir því að þó þeir hafi lagt á sig erfitt nám, þá er ekki hægt að ræna ríkið endalaust. Einkavæðing er ekki til í myndinni og hverjum er óheimilt að reka eigin læknisþjónustu nema með sérstöku leyfi frá ríkinu og verðlegning verður hluti af því sem ræður hvort leyfi er veitt eða ekki.

Tannlæknaþjónusta verður hluti af almenna heilbrigðiskerfinu. Lyf fyrir börn yngri en 18 ára verður greitt af ríkinu.

*** Menntamál ****************************
Menntun barnanna verða að snúast um einstaklinginn sjálfan, ekki aldursflokk eða kyni. Þannig verður 7 ára krakki sem er virkilega góður í stærðfræði með 10 ára krökkum, en aftur á móti með 7 ára krökkum í ensku ef hann er ekki sterkur á því sviði. Þannig þroskast hæfileikar hvers einstaklings fyrir sig óháð aldri. Hef ekkert að athuga með kynskiptingu enn sem komið er nema þá helst í leikfimi, þar mætti athuga að blanda kynjunum betur saman.

*** Málefni eldri borgara ****************
Ríkið hættir að ræna eldri borgara sem fara á “elliheimili”. Ekki veðrur tekið sérstakt gjald fyrir slíka vistun, hér þarf að hvetja eldri borgara til að nýta sér betur þessa þjónustu því það er alltof mikil félagsleg einangrun meðal þess hóps. Eldri borgarar fái þau lyf sem þeim er nauðsynleg til að halda lífi endurgjaldslaust. Öllum eldri borgurum verður tryggð sömu laun og lágmarkslaun eru í landinu, þannig verða lífeyrissjóðir að hætta að dæla peningum sem stjórnendum þeirra finnst skemmtilegt til að geta greitt út það sem hverjum og einum ber að fá.

*** Skattamál ****************************
Hér þarf aldeilis að taka til hendinni. Skattfrelsismörk verða og eiga að vera sömu og lágmarkslaun í landinu. Þetta er staðreynd sem ekki þarf að deila um. Hátekjuskattur verður lagður niður, enda engin ástæða til að refsa mönnum sem atvinnurekandi vill gera vel við. Þessir menn borga skatta í % þannig að krónutalan er hærri en hjá láglaunafólki, það þarf ekki að láta þá bera hlutfallslega meiri kostnað af þjóðfélaginu en aðra. Með einföldun á skatta kerfinu ætti að nást betri hagræðing hjá ríkisskattstjóra þar sem það batterí er alltof stórt fyrir þetta fámenna þjóð. Tryggingagjald smærri fyrritækja verður hægt að fá fellt niður eftir ákveðnum reglum um hvernig fyrirtækið er rekið. Illa rekin fyrirtæki verður ekki sýnd nein miskun.

Gjaldþrota einstaklingar og fyrirtækja þurfa að fá meiri refsingu en gert er núna. Þeir sem hafa orðið gjaldþrota eða rekið fyrirtæki sem verður gjaldþrota verður ekki leyft að reka eða stofna fyrirtæki aftur nema með undanþágu frá forseta.

*** Alþingi og forsetaembætti ************
Ráðherrabílar og bílstjórar verða lagðir niður. Íbúðir fyrir þingmenn utan af landi verður lagt niður. Öll misnotkun með almanna fé verður skilyrðislaust fangelsisrefsing. Ráðherrar mega ekki sitja í embætti lengur en 8 ár samfleytt. Þingmönnum verður fækka í 24, fyrir utan ráðherra, sem einnig þarf að fækka. Hef ekki ákveðnar skoðanir á hvaða málefni eigi að leggja niður eða sameina við annað. Það verður ákveðið á stofnfundi flokksins.

Forseti skal borga skatta eins og aðrir þegnar landsins. Forseta embættið er eflaust liður sem hægt er að skera niður um að minnsta kosti helming.

Laun þingmanna og aðra ráðamenn þjóðarinnar skal vera borguð laun í samræmi við þá vinnu sem þeir leggja á sig, ekki föst laun fyrir að gera ekki neitt nema að sitja leiðinlega fundi. Borga skal eftir stimpilklukku og gera viðveru að skyldu. Hægt verður að reka lata þingmenn og þá sem eru ekki að sinna vinnu sinni. Þingmennska skal vera eina starf viðkomandi.

Hvers konar spilling sem kemst upp um hjá ráðamönnum þjóðarinnar verður skilyrðislaust vera fangelsisrefsing. Hvort sem að viðkmandi er að aðstoða vin sinn eða skyldmenni að fá eitthvað sem hann fengi aldrei annars, eða nokkurt annað atriði þar sem persónuleg málefni ráða fremur en þjóðarhagur.

*** Löggæslumál ***************************
Löggæsla verður efld á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar skulu vera látnir bera ábyrgð á börnum sínum. Ef barn er staðið að ofbeldi verður það foreldrið jafnt sem barnið sem skal sæta refsingu.

Yfirstjórn lögreglunar verður minnkuð, það er að segja stjórnendum fækkað hjá ríkislögregluembætti. Skoðað verður alvarlega leiðir til þess að minnka kostnað hjá því embætti. Falon Gong verður beðið afsökunar opinberlega og ríkisstjórn kína gagnrýnd fyrir framkomu sína gagnvart þeim.

*** Utanríkismál ***************************
Lögreglulið verður sent til Ameríku til að reka Ameríkana í burtu af bestu landssvæðunum þar. Við höfum heimildir fyrir því að íslendingar hafi fundið þetta land fyrstir hvítra manna og höfum því jafnan rétt að eigna okkur þetta land sem Ísralear hafa rétt á að reka Palestínumenn af sínu landi. Bush verður gert kleyft að hætta öllum stuðningi við brjálæði Ísraelsmanna gegn því að fá Ameríku aftur. Ef ekki þá gefum við Indjánum þetta land aftur.

Palestína verður viðkennt sem þjóð.

Ísland segir sig úr sameinuðu þjóunum og NATO ef ekki verður látið af þessum ofsóknum á hendur Palestínumönnum.

Ísland beitir sér fyrir því að viðskiptabanni verður komið á Bandaríkin í Evrópu ef Bandaríkjamenn hætta ekki að nota þetta vopn til að eignast olíuauðlindir, t.d. í Írak.

Hryðjuverkaárásir verða fordæmdar. En einnig þær hryðjuverkaárásir sem Bush og Blair eru að stunda í nafni Báráttan gegn hryðjuverkum.

Ísland beitir sér fyrir því að fjármunum heimsins verði frekar varið í að hjálpa bágstöddum en að framleiða vopn.

Ísland beitir sér fyrir því að lyfja risar geti ekki misnotað aðstöðu sína til þess að verðleggja lyfin það hátt að einungis fáir hafi efni á lyfjum til að halda lífi.

Ísland beitir sér fyrir því að stofnuð verður alþjóðleg rannsóknarstofa þar sem verður barist af hörku með alþjóðlegri samvinnu án áhrifa lyfjafyrirtækja í að útrýma sjúkdómum sem eru ólæknandi í dag. Til dæmis krabbameini, alnæmi, sykursýki og fleira í þeim dúr.

*** LOKAORÐ *********************
Ég nenni ekki að skrifa meira eins og er, en ég tel þetta eitthvað til að byggja á fyrir næstu alþingiskosningar.