Ég var að horfa á Kastljósið í fyrradag á þau Pétur Blöndal og Jóhönnu Sigurðardóttur. Jóhanna talaði um það að það væri til í þjófélaginu hópur sem væri innan með nítíuþúsund á mánuði en þyrfti samt sem áður að borga af því skatt.Það veit hver heilvita maður að þetta er bara eins rangt og hugsast getur enginn á að þurfa að lifa við minna í landi sem kallar sig velferðarríki. Það er til fólk sem nennir ekki að vinna en það er mjög lítill hópur og í raun ætti hann að telja með þeim er kallast sjúkir. Jóhanna talaði um að hækka ætti skattleysismörkin, í stað þess að vera sífellt rýmka til við þá sem vita hvort sem er ekki aura sinna tal. Það er alveg sama hvernig á það er litið að sumt hálauna fólk er einfaldlega ekki að vinna vinnu sem skapar þvílík verðmæti að það eigi þessi háu laun skilið. Frjálshyggjumenn tala alltaf um það að fyrirtækin séu í þágu fólksins, sem er rétt og þess vegna ættu fyrirtækin að skapa fólkinu vermæti, því í sjálfu sér eru verðmæt fyrirtæki ekki verðmæt fyrir neinn ef fólkið nýtur þess ekki, og þannig er það oft á tiðum.
Fyrirtæki eiga það til að vera ekki verðmæt fyrir neinn nema þann sem að rekur það. Það er lítið vandamál að búa til skattaparadís fyrir þá sem reka fyrirtæki því þeir eru þeir einu sem sjá nákvæmlega hvaðan peningarnir eru teknir, með náttúrulega nokkrum undantekningum sem eru áhugasamir verkamenn.
Þar erum við að tala um milljónir á per mann.
Síðan verður Pétur eins og maður sem hlær að barni þegar að Jóhann stingur upp á skattleysismarkahækkunum hjá þeim lægst settu. Þá hlær hann og talar um að ef hækka eigi mörkin t.d. upp í 90þúsund, hvað á þá að gera við þann sem er með 91þúsund og svo koll af kolli. Og þar með var það afgreitt. Þetta er náttúrulega bara barnaleg heimska og maðurinn er augljóslega að verja aðra hagsmuni en fólksins sem kýs hann.
Fyrirtækin sem eru að fá þessi gífurlegu skattafríðindi til þess að geta gert, ég veit ekki hvað( launað forstjóranum milljónir og hluthöfum sömuleiðis) þau geta einfaldlega tekið þátt í skattakostnaði starfsmanna sinna stigvaxandi niður skalann, náttúrulega minnst hjá efsta manni og mest hjá neðsta. Helstu rökin eru ekki þau að sá lægsti sé svona illa greindur eða menntaður að hann þurfi vorkunnar við, heldur eru rökin sú að hann getur ekki lifað mannsæmandi lífi á þessum launum jafnvel þótt hann striti fyri þeim og það vita þeir sem hafa reynt að það er mun dýrara að vera fátækur en ríkur.
Það er ekkert mál fyrir Pétur að lifa af 90þúsund kalli í dag. Það er ekki vegna þess að hann sé undantekning frá reglunni heldur er það vegna þess að hann á mjög líklega mikið af skuldlausum eignum eftir að hafa verið á mjög háum launum og getur því veitt sér það að lifa á lágmarkslaunum.
Maður sem skuldar milljónir og greiðir nánast alla hýruna í skuldir hann á ekki eins mikinn séns því þessar nítíuþúsundir eru mjög liklega orðnar að einhverjum 20-40 þusundum og þá eigum við eftir að telja til alla þessa þætti sem fólk í “velferðarríkjum” leyfir sér.

Ég spyr hvað er málið?