Ekki sé ég fram á að kjósa í þessum kosningum sem framundan eru, frekar en þeim sem hafa fram farið. Ef það kæmi nú fram flokkur sem setti ekki sjálfan sig í fremsta sæti (og vini flokksins) þegar kemur að því að nota fjármuni ríkisins, þá væri maður tilbúinn að kjósa. Einnig flokk sem segir nei við ESB, ég hef það sterka skoðun á því máli að ég tel að þeir sem vilja inngöngu þangað séu hreinlega föðurlandssvikarar, og stjórnmálamenn sem vilja það ættu að segja af sér. Kannski tekið fullsterkt til orða en við getum gert betur en að verða dyramotta fyrir ESB.

Einnig væri gaman að sjá flokk sem bryddaði uppá umræðu um að lögleiða kannabiz, því ekki mun takast að útrýma því sama hvað yfirvöld hamast. Væri ekki betra að geta skattlagt þetta og notað tekjurnar af því í forvarnir og meðferðarúræði. Þetta er gert við áfengi og er það þó talið skaðlegra af sumum. Einnig vil ég benda á að það er hægt að neyta þess án tóbaks (sem ansi margir virðast þurfa að nota með áfengi)

Og hvernig væri að sjá flokk sem setti hagsmuni láglaunafólks í fremsta sæti og gerði meira en bara að tala um það.
———————