Ég er orðinn dauðleiður á því að sjá fyrirsagnir blaða í dag, þar er alltaf sama dellan í gangi og því spyr ég; Hvað er að verða um Ísland?

Byrjum á Alþingi.
Á forsíðu Moggans um daginn las ég um að það sé nýbúið að byggja auka hús fyrir þessa blessuðu ALÞINGIS MENN, greyin littlu með nokkur hundruð þúsund í laun á mánuði (sem eru tekin af OKKAR skattpeningum) voru greinilega ekki með nógu þæginleg sæti í gamla húsinu. Nú upp á síðkasti þykir mér störf þessa 63 manna hóps einkennast af því að gera ekkert. Þetta lið á að vera að reyna breyta og bæta landinu okkar, en þess í stað er ríkistjórn okkar íslendinga að skíta svo mikið á sig að það hálfa væri hellingur. Byggja upp söfn, byggja nýtt hús fyrir alþingi, borga 63 alþingismönnum himinhá laun fyrir að mæta ekki í vinnuna, og þegar þeir mæta hálfsofandi fara þau að rífast yfir fáranlegustu hlutum í heimi.

Sem kemur okkur að spítulum.
Þarfa þing sem allir þurfa einhvern tímann að nota, eitt það mikilvægasta í öllum löndum í heiminum er góð heilsugæsla, spítalar, læknar, hjúkrunarfólk og svo framvegis. En það er aldrei til peningar fyrir nýjum tækjum eða meiri mannskap, NEI það er verið að senda mæður heim sama dag og þær eiga, slasað fólk þarf að bíða klukkustundum saman á biðstofu vegna fjárskorts ríkisins til spítala. Lokanir á deildum, uppsagnir vegana peninga leysis, niðurskurður niðurskurður og niðurskurður.

Þessi blessaði niðurskurður á spítulum hefur gengið of langt, ég er ekki að borga ríkinu skatt til að 63 oflaunaðar dekurrófur fái betri kaffi aðstöðu, nei ég vill frekar komast fljótt að og fá fyrsta flokks þjónustu þegar ég slasast eða þegar konan mín þarf að eiga barn að hún fái umunnun í minnsta kosti einn dag.

Rekum helminginn af alþingis mönnum og notum launin þeirra í spítalakostnað!!!

Endilega svarið mér ykkar áliti á þessu, því þetta snertir okkur ÖLL.
Pain heals, chicks diggs scars, glory…………. lasts forever!