Það er nú merkilegt að nú á þessari öld sem er að ganga í garð
virðist það nú bara vera í tísku að fara í verkfall fólk gerir sér held ég enga greyn fyrir því hvað afleiðingar svoleiðis hentisemi hefur fyrir um 3 vikum síðan fóru framhaldskólakennarar í verkfall og ekki sínist mér neitt þokast í þeim málefnum
í dag miðvikudaginn 22 nóvenber sá ég í blaði sem gefið er út á Akureyri að meðallaun kennara væru um 220 þúsund á mánuði með meðal yfirvinnu á meðan aðrir háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn fengju um 250 þúsund, en að sjálfssögðu fá þessir kennarar greidd laun á sumrin (eru víst búnir að vinna fyrir því en fá það bara borgað seinna) en hvað er þá 220 þúsund sinnum 3 (þessir sumarmánuðir) nú jæja 660 þúsund krónur.
Kennararnir segja sem rök að þeir séu alltaf á einhvergjum námskeiðum, ég veit nú ekki betur en það að þegar ég vil fara á endurmenntunarnámskeið þá þarf ég að greiða fyrir það úr mínum vasa þó svo að verkalíðsfélagið mitt greiði á móti mér.

Eftir 2 daga er ég sjálfur að fara í verkfall þann 24 nóvenber,
já ég er í MATVÍS (Matreiðslumaður) og ég skil ekki þetta verkfallsbull sjálfur kaus ég með verkfallinu en fór síðan að hugsa og áttaði mig á því að ég er nú bara sáttur við mín laun, sem verða ekki gefin upp hér.

En hvað um það þá er ég sammála kennurunum að þeir þurfi að fá hærri grunnlaun það sem mér fynnst samgjart er um 200 þúsund fyrir um 162 unnar stundir sem útreiknast þá á 1234 krónur á tíman og eftirvinnukaup rétt yfir 2000 krónur á tíman.

Sá sem telur að hann geti ekki lifað á svona kaupi veit ekki margt.
Einnig veit ég um nokkra kennara sem taka sig til og fá sér bara svarta vinnu á sumrin og eru þá kannski með þennan fasta 170 þúsund kall frá ríkinu og svo vinna þeir kannski í byggingarvinnu á summrin (en eru ekki á einhverjum námskeiðum)

En niðurstaðan mín er þessi verfall er ekkert nema vitleisa og ætti ekki að vera jafn mikið um svoleyðis.

Látið þið ljós ykkar skína.