Sá að ég held einstæði atburður í réttarsögu átti sér stað í dómi Hæstaréttar nú í vikunni, ( sem segir frá í Fréttablaðinu í dag ) þar sem prófessor í læknisfræði sem á sæti í læknaráði á vegum hins opinbera var DÆMDUR til þess að bera vitni í dómsmáli vegna meintra læknamistaka en sá hinn sami hafði NEITAÐ
að mæta fyrir Héraðsdóm til skýrslugjafar um eigið skriflega álit er sá hinn sami hafði staðið að í máli þessu ásamt þremur öðrum læknaráðsmönnum og Héraðsdómur ætlaði að una við en Hæstiréttur gerði ekki.
Læknaráð starfar á vegum ríkisins og er hluti af heilbrigðiskerfinu.

Þetta er því önnur umferð sem mál þetta fer fyrir Hæstarétt því áður hafði rétturinn vísað máli þessu til baka með tíu spurningum
á neðra dómsstig vegna ófullnægjandi málsmeðferðar, þá, þar sem m.a. læknaráði þessu var ætlað að skýra betur ákveðin atriði en viðkomandi prófessor neitaði að gera eins og áður sagði.

Málarekstur konunnar sem rekur mál þetta á hendur ríkinu fyrir meint læknamistök hefur nú staðið yfir í ÁRATUG, þar sem ekki eitt heldur allt virðist hafa verið til þess að tefja þann hinn sama málarekstur að undanskildum Hæstarétti sem tvívegis hefur gefið skýr skilaboð, um betri málsmeðferð á lægra dómsstigi sem og starfa framkvæmdavalds í þessu tilviki á heilbrigðissviði.

Allur sá kostnaður er málþóf þetta hefur valdið við endurtekna vinnu dómstóla fram og til baka sínkt og heilagt vegna m.a. neitunar opinberra starfsmanna til skýrslugjafar er sitja í læknaráðum og þiggja þar laun , nema að vera dæmdir er eitthvað sem ég held að við ættum að íhuga hvers vegna er eins og það er.

Þeir hinir sömu menn virðast ekki hafa mikla kostnaðarvitund varðandi það atriði hve mjög sá tími kann að telja í formi þess að meintur tjónþoli verði að bíða bóta fyrir sitt tjón og ég tel að ætti að dragast af launum þeirra hinna sömu sem við skattgreiðendur greiðum einkum og sér í lagi þar sem viðkomandi hafa ekki sinnt þeim skyldum sem þeir hinir sömu hafa með höndum sem opinberir starfsmenn með faglegar forsendur. Við skattgreiðendur borgum nefnilega fyrst og síðast fyrir aðferðafræði sem slíka.

Þetta er hins vegar saga fleiri en eins er reynt hafa að reka mál á hendur ríkinu vegna meintra læknamistaka þar sem læknar hver um annan þveran bera blak af starfsbræðrum sem eðli máls samkvæmt eru mannlegir og geta gert mistök, en kollegarnir reyna að breiða yfir enda allir starfsmenn hjá ríkinu, eins kjánalegt og það viðhorf nú er.
Hið opinbera eftirlit tvístígur eins og hæna til þess að reyna að forðast að taka afstöðu og gerir sér heldur ekki grein fyrir þeim kostnaði sem slíkt veldur.

Ég vil taka það fram að þetta tiltekna mál þekki ég mjög vel, vegna starfa minna með samtökunum Lífsvog, en tel nauðsyn að vekja hér athygli á sökum þess að ´hér er um að ræða, einsdæmi í réttarsögu að ég held um dóm á
skyldur opinberra starfsmanna í þjónustu fyrir ríkið, sem hlýtur að vera leiðbeinandi í framhaldinu hvarvetna, en einnig hve mjög ríkið ætti að geta tekið mið af þeim kostnaði er slíkt kann að valda öllum hlutaðeigandi því undantekningalítið hafa flestir er lenda í slíku misst allar eignir sínar vegna þess tíma sem slíkur málarekstur tekur vegna mismunar á örorkubótum og vinnutekjum sem viðkomandi varð að lúta við tap á vinnugetu sem metið hefur verið til örorku læknisfræðilega fljótlega eftir að slíkt kom í ljós af
hálfu þess hins sama ríkis þ.e heilbrigðiskerfis.

með góðri kveðju.
gmaria.