Stjórnmálaflokkar tileinka sér hver sína aðferðafræði svo er og hefur verið varðandi skipan mála.

Það sem mér hefur hins vegar runnið til rifja er það atriði að kosnir alþingismenn séu að auglýsa ímynd sína með því að standa í forsvari fyrir alls konar samtök samhliða störfum á Alþingi.

Þetta finnst mér hafa færst í vöxt á seinni árum og ég verð að viðurkenna að hafa augum litið Jónínu Bjartmarz formann Heimilis og Skóla tjá sig um samning um fjárveitingar hins opinbera til starfssemi þeirra hinna sömu samtaka í Mbl í dag, að skilja mátti um 1,7 milljónir fyrir símaþjónustu samtaka þessara árlega, nokkuð orka tvímælis í mínum huga.

Að mínu áliti er þingmaðurinn eðli máls samkvæmt vanhæfur á Alþingi til álitsgjafar og umfjöllunar um mál þau er sú hin sama situr í forsvari fyrir sem formaður í hagsmunasamtökum, sem
kynni þar með að þýða ansi mikið vanhæfi þess hins sama því málaflokkur þessi er ansi víðfeðmur en viðhorf samtaka sem þessara til ákvarðana stjórnvalda hefur vissulega eitthvað með það að gera
hvort þau hin sömu stjórnvöld ná endurkosningu.

Ef ég man rétt þá var það einnig Framsóknarþingmaður sem tók við forystu í Neytendasamtökunum, Drífa Pálsdóttir úr Reykjaneskjördæmi, eftir innkomu flokksins við stjórnvölinn á fyrra kjörtímabili.
Gæti það þýtt vanhæfi þeirra samtaka til álits um hagsmuni neytenda, eða hvað ?

Er það mjög eðlilegt að þingmenn standi í slíku eða er hér um að ræða vel skipulagt nútíma eiginhagsmunapot í þágu flokka ,þar sem
talið er að almenningur taki ekkert eftir að þingmenn geti þar ókeypis auglýst persónu sína sem og flokk ?

með góðri kveðju.
gmaria.