Ráðstefna þjóða heims er nú haldin í Jóhannesarborg í S-Afríku þar sem gera á tilraun til þess að samræma markmið þjóða varðandi þróun mannkyns í þágu heildar hér á jörð.

Kostnaður við ráðstefnuna er sagður samkv, fréttum Ríkissjónvarps vera 25 milljarðar. Sú tala er há, og vekur upp spurningar um
hvort tilgangurinn helgi meðalið ekki hvað síst þar sem hér er um að ræða ráðstefnu þjóðarleiðtoga ríkja hvers og eins með sína
pólítísku áherslu í farteskinu.

Umhverfisráðherra okkar kom fram í Kastljósi nú í kvöld með áherslur okkar lands inn á þessa ráðstefnu, m.a. varðandi mengun hafsins, en þá er verið að tala um losun eiturefna í hafið.

Þar fannst mér að vissu leyti birtast það atriði hvernig stjórnmálamenn taka sér vald til þess að einblýna á ákveðna þætti
fyrir hönd sinnar þjóðar en steingleyma öðrum jafn mikilvægum sem er umgengni við lífriki sjávar í formi stærðar fiskiskipa og veiðarfæranotkun þeirra hinna sömu sem ekki er talin með sem mengun sökum þess að slíkt inniheldur efnahagslegan skammtímagróða er stjórnvöld geta gumað sig af en kann að þýða jafnvel enn meiri eyðileggingu á efnahagslegum ábata og afkomu þjóða heims til lengri og skemmri tíma.

Með raun réttu ætti því að vera til umhverfismat á áhrifum veiðarfæra á lífríki hafsins með tilliti til þess að þar er um að ræða matarforðabúr heims, mun fremur en skerðingu hálendis er kann að fara undir vatn í orkuframleiðslu.

Meginhluti vorra stórveiðiskipa er langt frá því að falla undir sjálfbæra þróun, þótt fiskeldi fyrirtækja kunni að telja þar 0,01 prósent í slíku.

Sama er að segja um landbúnað sem hér er að hluta til rikisrekin verksmiðjubúskapur langt frá markmiðum sjálfbærrrar þróunar.
Alveg sama þótt hluta bænda hafi verið borgað fyrir að gróðursetja
tré.

Arðsemi aðalatvinnuveganna skilar sér allsendis ekki til meginhluta þegnanna hér á Íslandi þess ber vitni hin háa skattprósenta sem inna þarf af hendi í formi skattlagningar.

Ríkið er enn að reyna að reka kerfi svo sem heilbrigðiskerfið sem
er nú á brauðfótum og fer að verða álíka þróunarríkjum vegna skorts á grunnþjónustu meðan niðurgreidd sérfræðiþjónusta hefur verið tekin þar fram fyrir sem fólk hefur þó ekki einu sinni efni á að leita í vegna viðbótargjaldtöku.

Stjórnmálamenn þora ekki að takast á við að boða breytingar
hér á landi enn sem komið er, og skammtímasjónarmið, eyðsla og sóun án markmiða ræður ferð, því , ef ekki er að finna jöfnuð þegna innanlands í hverju landi þá mun seint verða sátt um að taka þátt í því að verja fé til þróunar í fátækari ríkjum heims en upphæð okkar til þess arna er ekki til að guma sig af miðað við efnahagslega velsæld í heild.

Ég hvet ykkur til þess að fylgjast vel með ráðstefnunni í Jóhannesarborg.

með góðri kveðju.
gmaria.