Að öllum líkindum fer að verða fróðlegt að fylgjast með “ ráðum og dáð ” stjórnvalda þegar styttist í kosningar.

Getur það verið að enn einu sinni eigi að bjóða okkur kjósendum upp á sama gamla leikþáttinn sem eru ádeilur ´stjórnmálamanna í orði á “auðvaldið” án raunverulegra athafna til leiðréttingar.

Ennþá virðist framsóknarflokkurinn ekki þess umkominn að ræða nauðsynlegar breytingar kvótakerfis sjávarútvegs á Íslandi og reynir að slá sig til riddara í Esb umræðu í staðinn.

Sama er að segja um samstarfsflokkinn sjálfstæðisflokkinn, sá hinn sami er að virðist ennþá ekki þess umkominn að taka á þessu stóra máli sem valdið hefur mestu byggðaröskun og misskiptingu þjóðfélagsþegna, sem um getur, og menn þar innandyra viðurkenna en þora ekki að taka á, enn sem komið er.

Viðskiptaumhverfið og sá hinn mikli Matadorleikur sem virðist hafa verið mögulegur hér á landi meðan skattar standa eftir jafn háir og jafnvel hærri, til handa launþegum er hneisa fyrir núverandi stjórnarflokka og aðila vinnumarkaðar á Íslandi.

Eru stjórnarandstöðuflokkar líklegir til þess að breyta einhverju miðað við þeirra málflutning almennt ?

Ekki í mínum huga því ef eitthvað er höfum við ekki haft nokkra einustu andstöðu af hálfu stærstu flokka eins og t.d. Samfylkingar
meiri hluta kjörtímabilsins sem er mjög slæmt því sá flokkur hefur ekki bent í neinar raunhæfar breytingar í aðalavinnuvegi þjóðarinnar svo nokkru nemi.

Vinstri grænir ekki heldur.
Frjálslyndi flokkurinn er viss undantekning í þessu efni, en skortir samt sem áður betri málefnalega andstöðu í málum öllum.

Enn sem komið er hefur ENGINN stjórnmálaflokkur í neinu magni þorað að reifa innflytjendamál opinberlega , svo eitt dæmi sé tekið um það hvernig stjórnmálaflokkar koma sér hjá því að ræða mál sem þarf að ræða og nágrannaþjóðir hafa löngu tekið til við að gaumgæfa.

Óskilvirkt heilbrigðiskerfi án grunnþjónustu á fjömennustu svæðum, er heldur ekki efst á óskalista umræðu
flokkanna,
þótt eyðsla meginhluta skattpeninga landsmanna gangi þar í gegn, hvernig svo sem kerfið virkar.

Ég hvet ykkur til þess að fylgjast með hvar menn í hinum ýmsu flokkum munu taka til við að ræða mál þjóðarinnar, og þætti fróðlegt að vita hvað ykkur finnst um hvað ætti að kjósa um
þessu sinni.

með góðri kveðju.
gmaria.