Um daginn var ég á vappi í bænum, skila inn umsókn í MR og hitt og þetta og við vinirnir ákváðum að fara niður á Austurvöll og kíkja á stemmninguna þar. Það vildi þannig til að falun-gong meðlimir voru þar að klára sínar æfingar þar og við fórum að þeim loknu að spyrja þau spjörunum úr og nema hvað að eftir svona korter þá eru þau búin að plata okkur út í að læra æfingarnar. Þar sem þetta var rausnarlegt tilboð ákvaðum við að prófa. Ég ætla ekki að segja til um hvort æfingarnar voru stressminnkandi eða hvort ég hafi fengið nokkuð útúr þeim. Þegar við höfðum lokið við æfingarnar kom blaðamaður að og spurði okkur hvort við værum til í sitja fyrir á mynd með þessum meðlimum. Okkur fannst þetta ekkert tiltökumál og sátum því fyrir. Næsta dag birtist forsíðumynd af okkur í Fréttablaðinu og því var snúið á okkur að við værum falun-gong meðlimir og vorum þar með að taka þátt í mótmælunum gegn Kína forseta. Þá hófst allt umstangið sem fylgdi þeim og því hvernig við myndum verjast þeim eins og þetta væri hið hættulegasta fólk sem það að sjálfsögðu var og er ekki. Nú seinast á föstudaginn heyrði ég frétt um þessa svokölluðu svarta lista sem áttu að segja hverjir væru falun-gong meðlimir og ætti að heimila landgöngu. Þeim var skipt þannig upp : Í A-flokki voru þeir sem til var sönnun fyrir að þeir væru f-g meðlimir og í B-flokki voru þeir sem að var ekki vitað með vissu hvort þeir væri f-g meðlimir og ætti því bara að spyrja það hvort þannig væri á bátinn hvolft. Það var lagt fyrir nefnd hvort birta ætti þessa lista og komst nefndin að því að ekki væri heimilt að birta þær því að þar komi fram viðkvæmar persónuupplýsingar. Nú hefur ríkið fundið upplýsingar um þessa viðkomandi (hver veit nema ég sé þar) og látið ábyrgðarmenn innan Flugleiðis fá þær og sagt þeim að notast við það þegar kemur að því að neita þeim landgöngu. Nú finnst mér ferlega fúlt að ríkið geti beygt og brotið sín eigin lög um persónuvernd (www.althingi.is/lagas/127a/2000077.html) en neiti síðan öðrum um að brjóta þau. Ég hvet alla til þess að líta á þessu lög sem eru mjög skýr að mínu mati og skoðað þau sjálf. Ef ég myndi nú segja það sem mér finnst um ríkisstjórn Íslands í dag þá þyrfti sennilegast að breyti þeirri setningu….Takk fyrir að lesa :þ
Lifi funk-listinn